top
logo

Til sölu

Mynd augnabliksins

img_0514.jpg

Fé að koma til byggða af Grímstunguheiði
Skrifað af: Magdalena Einarsdóttir   

Í dag komu gangnamenn til byggða eftir smölun á Grímstunguheiði. Í morgun fórum við upp að heiðargirðingu og hittum þar gangnamann. Veður var gott og góð skilyrði til smölunar.

 

 

Um klukkan sex var fé farið að streyma niður af Grímstungunni og var gaman að sjá tvo efnilega forystuhrúta frá okkur fremsta í flokki. Við söknuðum reyndar móðurinnar en vonandi skilar hún sér síðar.

 

Bráðlega lestaði féð sig í nýja nátthagann í landi Grímstungu og alllir komust til byggða heilir á höldnu.

 

 

 

Ýmsar myndir

Videohornið


bottom

Keyrt á Joomla!. Designed by: Free Joomla Themes, hosting. Valid XHTML and CSS.